1.7 C
Selfoss

Styrktarleikur í Gjánni Vallaskóla

Vinsælast

Næstkomandi sunnudagskvöld, 1. mars kl. 19:15, kemur efsta liðið í 1. deild karla í körfubolta í heimsókn, Höttur frá Egilsstöðum og etur kappi við okkar menn. Ætlunin er að allur ágóði leiksins renni til Unnar Bjarkar Hjartardóttur og fjölskyldu, en eiginmaður hennar, Jón Þorkell Gunnarsson, lést þann 21. janúar sl. eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Unnur er kennari í Sunnulækjarskóla og vann Jón Þorkell í íþróttahúsinu. En þess má geta að hún kennir nær öllum iðkendum okkar í 8. flokki og þau munu leggja sitt af mörkum til aðstoðar í leiknum, m.a með gæslu, aðstoð í sjoppu, á ritaraborði og ekki síst munu þau sjá um að draga í happdrætti í hálfleik með hjálp bæjarstjórans okkar, honum Gísla. Nokkur fyrirtæki leggja til glæsilega vinninga, en með hverjum seldum miða fylgir happdrættismiði. Miðaverð er 1000 kr. fyrir alla og frjáls framlög eru líka vel þegin. 

Við hvetjum alla til að koma og leggja góðu málefni lið en þess má geta að Benni Bongó, einn aðalmeðlimur trommusveitar Sérsveitarinnar og áður Tólfunnar mun koma og halda uppi stuðinu á pöllunum. 

Einnig bendum við á styrktarreikning 0123-15-003183 kt. 150277-5319.

Stöndum saman og fyllum Gjána.

Stjórn Selfoss körfu og 8. bekkingar í Sunnulækjaskóla 

Nýjar fréttir