2.3 C
Selfoss

Sparibollinn afhentur í fyrsta skipti í gær

Vinsælast

Bókabæirnir Austanfjalls héldu málþing í Tryggvaskála í gærkvöld. Á málþinginu var gert uppvíst hver hlaut Sparibollann 2019. Veðrið setti örlítið strik í reikninginn þetta kvöld, en verðlaunagripurinn var afhentur í gegnum fjarfundarbúnað, en afhending í raunheimum bíður betri tíma. Dómnefnd og bollahafinn hittust á skjánum fyrir fullum sal bókaunnenda í Tryggvaskála.

Ragna Sigurðardóttir handhafi sparibollans 2019

Það var Ragna Sigurðardóttir sem hlaut Sparibollann 2019 fyrir bókina Vetrargulrætur, eftir miklar vangaveltur dómnefndarinnar. Fjölmargar tilnefningar bárust dómnefndinni. Í tilkynningu frá dómnefnd segir:

„Í Vetrargulrótum er ekki bara ein góð ástarjátning heldur er bókin sjálf ein samfelld ástarjátning til lífsins, fegurðar og sköpunar og litapallettu jarðarinnar. Þar er að finna ást í ólíkum formum og að lestri loknum situr eitthvað eftir innra með manni, hún skilur eftir ást í hjartanu.
Í bókinni er líf og litir og hvatning til allra þeirra sem vilja skapa og skrifa, og eins og Ragna sagði sjálf við verðlaunaafhendinguna, þá er það ástin á bókunum sem knýr okkur áfram.

Dómnefnd Sparibollans þakkar kærlega fyrir allar þær tilnefningar sem bárust sem og öllum þeim höfundum sem skrifa með ástina að leiðarljósi. Við hlökkum til komandi ástarára.“

Eins og áður sagði var illviðri og leiðindaskapur í veðrinu. Það hafðiþó engin áhrif á  tæknitröll Bókabæjanna sem umsvifalaust vörpuðu samkomunni í beina útsendingu sem nálgast má á hlekknum hér.  Ást í bók og bolla – ástarsögumálþing og afhending Sparibollans.

 

Nýjar fréttir