-8.9 C
Selfoss

Eva María Íslandsmeistari

Vinsælast

MÍ fullorðinna var haldið í Kaplakrika um liðna helgi, 22. – 23. feb.  HSK Selfoss átti þar góðan hóp keppenda sem öll stóðu sig með prýði.  Uppskeran var eitt gull, eitt silfur og eitt brons, ásamt HSK-metum og persónulegum bætingum.

Eva María Baldursdóttir Selfoss sigraði í hástökki kvenna er hún vippaði sér yfir 1,76 m og bætti sig innanhúss um þrjá cm. Nú á hún jafnhátt innan- og utanhúss. Þetta er HSK met í þremur flokkum stúlkna; 16–17 ára, 18–19 ára og 20–22 ára.  Fjóla Signý Hannesdóttir Selfoss hirti silfrið í 60 m grindahlaupinu á fínum tíma 9,10 sek. en hún á best 9,00 sek.  og Hildur Helga Einarsdóttir einnig í Selfoss tók svo brons í kúluvarpi kvenna með kast upp á 11,19 m. HSK Selfoss átti að sjálfsögðu fleiri keppendur sem stóðu sig allir vel og voru flestir að bæta sinn persónulega árangur. Goði Gnýr Guðjónsson Heklu er einn þeirra en hann setti HSK-met í flokki 16–17 ára pilta, bætti sig um rúmar fimm sek. í 800 m hlaupi karla þegar hann kom fimmti í mark á 2:06,38 mín.  Nánar má lesa um úrslit mótsins á fri.is.

Nýjar fréttir