3.9 C
Selfoss

Komdu með í Karlahlaupið 1. mars

Vinsælast

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins í Mottumars fer fram sunnudaginn 1. mars 2020 kl.11:00 og er það upphafið af viðburðaríkum og skemmtilegum mánuði!

Meginmarkmið Mottumars er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum. Átakið er hvatning fyrir alla karlmenn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaða um einkenni krabbameina og sinna forvörnum. Einnig er það leið til að afla fjár sem gerir Krabbameinsfélaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn.

Krabbameinsfélag Árnessýslu tekur að sjálfsögðu virkan þátt í átakinu og vill leggja sitt af mörkum til að sýna málefninu stuðning í verki, hvetja alla karla til að skrá sig í hlaupið og taka þátt í skemmtilegum og heilsueflandi viðburði.

Til að auka möguleika og aðgengi til að sækja viðburðinn og til að efla samstöðu innan félagsins, býður félagið uppá rútuferð frá Selfossi og til baka að hlaupi loknu. Brottför frá Eyravegi 23, Selfossi kl.09:30.  Rútan er öllum að kostnaðarlausu, körlum sem ætla að hlaupa/ganga og konum sem ætla að hvetja og styðja.

Til að áætla stærð rútunnar er nauðsynlegt að skrá sig í rútuferðina á netfangið arnessysla@krabb.is  í síma 788 0300 eða í gegnum messenger á facebook.

Til að skrá sig í hlaupið sjálft er farið inn á www.mottumars.is og smellt á flipann Skráning í hlaupið.  Á heimasíðunni má einnig finna allar þær upplýsingar sem þörf er á, meðal annars um vegalengd og fyrirkomulag hlaupsins.

Þetta er viðburður sem allir geta tekið þátt í, vanir og óvanir hlauparar-skokkarar-labbarar! Hreyfing sem forvörn!!

 

 

Nýjar fréttir