Gríðarlega sterk keppni var í gærkvöldi í Suðurlandsdeildinni þar sem keppt var í fjórgangi. Að venju voru 48 knapar úr 12 liðum sem öttu kappi! Frábær stemming var í höllinni og full stúka. Fóðurblandan gaf öllum knöpum í úrslitum fóðurbæti í verðlaun og var einnig með kynningu í anddyri Rangárhallarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Í úrslitum atvinnumanna þurfti sætaröðun til þess að skera úr um sigurvegara og voru það Elin Holst og Gígur frá Ketilsstöðum sem sigruðu en Brynja Amble á Goða frá Ketilsstöðum liðsfélagi hennar í liði Byko varð í öðru sæti. Í úrslitum áhugamanna var Elín Magnea Björnsdóttir á Melódíu frá Hjarðarholti sem sigraði eftir gríðarlega sterk úrslit þar sem 8 knapar áttu sæti. Það var lið Krappa sem sigraði liðakeppnina í fjórgang en lið þeirra átti 3 knapa í úrslitum það voru Lea Schell á Kná frá Korpu sem endaði í 6. sæti í flokki atvinnumanna og í flokki áhugamanna voru það Karen Konráðsdóttir á Lilju frá Kvistum sem endaði í fjórða sæti og Þorgils Kári Sigurðsson á Fák frá Kaldbak endaði í þriðja sæti. Glæsilegur árangur hjá liði Krappa.
Eftir fyrstu tvær keppnirnar er það lið Byko sem leiðir liðakeppnina með 142 stig en lið Húsasmiðjunnar kemur fast á hæla þeirra með 133 stig.
Næsta grein í Suðurlandsdeildinni er fimmgangur sem fram fer þann 3. mars nk.
Úrslit atvinnumanna
Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
1 | Elin Holst / Gígur frá Ketilsstöðum | 6,87 |
2 | Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum | 6,87 |
3 | Sara Sigurbjörnsdóttir / Terna frá Fornusöndum | 6,83 |
4 | Hanna Rún Ingibergsdóttir / Ísrún frá Kirkjubæ | 6,73 |
5 | Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Dökkvi frá Strandarhöfði | 6,67 |
6 | Lea Schell / Kná frá Korpu | 6,57 |
Úrslit áhugamanna
Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
1 | Elín Magnea Björnsdóttir / Melódía frá Hjarðarholti | 6,90 |
2 | Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum | 6,70 |
3 | Þorgils Kári Sigurðsson / Fákur frá Kaldbak | 6,53 |
4 | Karen Konráðsdóttir / Lilja frá Kvistum | 6,43 |
5 | Edda Hrund Hinriksdóttir / Laufey frá Ólafsvöllum | 6,30 |
6 | Renate Hannemann / Spes frá Herríðarhóli | 6,10 |
7 | Guðrún Sylvía Pétursdóttir / Ási frá Þingholti | 5,93 |
8 | Vilborg Smáradóttir / Gná frá Hólateigi | 5,83 |
Staðan í liðakeppninni
Sæti | Lið | Stig |
1 | Byko | 142 |
2 | Húsasmiðjan | 133 |
3 | Fet / Kvistir | 116,5 |
4 | Krappi | 115,5 |
5 | Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð | 114,5 |
6 | Tøltrider | 114 |
7 | Heklu hnakkar | 104 |
8 | Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær | 96 |
9 | Heimahagi | 93 |
10 | Equsana | 89,5 |
11 | Fákasel | 42 |
12 | Ásmúli | 40 |