-11.4 C
Selfoss

Afmæli Njálurefilsins

Vinsælast

Brennu-Njáls sögu eða Njálu þekkja eflaust flestir en hún er ein lengsta og jafnframt vinsælasta verk íslenskra fornbókmennta.
Sagan þykir vera afburða vel skrifuð og mannlýsingar eru sérlega glöggar og getur lesandinn oftast séð persónuna fyrir sér er hann les. Það er einmitt það sem Kristín Ragna Gunnarsdóttir gerði en hún er teiknari, listamaður og hönnuður Njálurefilsins.
Samkvæmt Íslenskri orðabók frá 2002 er refill „lárétt veggtjald, langt og fremur mjótt, með útsaumuðum myndum (með refilsaumi)“. Njálurefillinn er 90 metra langur refill en verkefnið snýst um að sauma Brennu-Njálssögu í hördúk með íslensku ullargarni sem er sérstaklega litað fyrir verkefnið með íslenskum jurtum.  Refillinn er hýstur í Sögusetrinu á Hvolsvelli og þar fer saumaskapurinn fram. Vinnan við refilinn hófst þann 2. febrúar 2013 og varð því 7 ára á dögunum.  Haldið var upp á afmælið með pompi og prakt í Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti ásamt Kristínu Rögnu, hönnuður refilsins.  Margt var um manninn og mikil hátíðarhöld og gestir fengu að sauma í refilinn.  Búið er að fletta út reflinum í síðasta sinn og unnið er að því að sauma síðustu myndirnar sem að öllum líkindum klárast með vorinu.  Ýmsar hugmyndir eru um framtíð refilsins og hvar hann muni verða til sýnis svo það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.

 

 

Nýjar fréttir