7.8 C
Selfoss

Eva María sjöunda á NM

Vinsælast

Norðurlandamótið í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Finnlandi um helgina. Ísland tefldi fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir, sem er einungis 16 ára gömul, var ein þeirra níu Íslendinga sem voru valin í sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur.

Eva María varð í sjöunda sæti í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,70 metra. Hún reyndi í kjölfarið við 1,75 metra en felldi þrívegis. Sigurvegari var Tonja Angelsen frá Noregi sem stökk yfir 1,88 metra. Frábær árangur hjá Evu Maríu og mikilvægt veganesti í reynslubankann að fá að keppa við þær bestu á Norðurlöndunum.

Eva María á best 1,73 metra innanhúss og er það HSK-met í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Hún keppir næst á MÍ innanhúss helgina 22.-23. febrúar.

Nýjar fréttir