-8.9 C
Selfoss

Ofurskálin 2020 í Pakkhúsinu á Selfossi

Vinsælast

Það er sífellt að verða vinsælla að horfa á Super Bowl eða Ofurskálina, sem er úrstilaleikur í ameríska fótboltanum. Félagsmiðstöðin Pakkhúsið á Selfossi hefur í nokkur ár haldið í þessa hefð, að bjóða til sín áhugafólki um úrslitaleik NFL deildarinnar að mæta og fagna saman. Þetta er orðinn lang stærsti viðburðurinn í Pakkhúsinu á Selfossi að sögn starfsmanna Pakkhússins en aldurinn er á bilinu 16- 25 ára þó að inn slæðist örlítið eldri áhugamenn sem láta lítið fyrir sér fara.

Maturinn er jafn mikilvægur og leikurinn

Mikil stemning og góð mæting var á kvöldinu en boðið var upp á kjúklingavængi, eðlu og snakk ásamt fleira góðgæti. Eins og allir vita er stór hluti hátíðarinnar einmitt að narta í kjúklingavængi með eldheitri sósu ásamt öðru kruðeríi. Í Bandaríkjunum er það aðeins Þakkargjörðarhátíðin sjálf sem fer framúr Ofurskálinni hvað matarneyslu varðar. Það er eitthvað undursamlega amerískt og gott við þetta! Meðan að matnum er skolað niður er hægt að horfa á leikinn og auðvitað auglýsingarnar sem allir hafa beðið eftir. Stærstu fyrirtæki heims keppast við að kaupa dýrasta auglýsingapláss sjónvarpsins og framleiða flottustu auglýsinguna.

Treyjurnar pantaðar eftir krókaleiðum

Þá var boðið upp á allskonar leiki sem tengdust Ofurskálinni m.a. að tippa og happadrætti. Í vinning voru að sjálfsögðu alvöru treyjur úr NFL – deildinni. Treyjurnar voru pantaðar með löngum fyrirvara og voru sendar heim með krókaleiðum. Hjónin sem sáu um að koma treyjunum til landsins, vinafólk móður eins í starfsmannahópnum, gáfu sendingarkostnaðinn því þau voru svo ánægð með áhugann á íþróttinni meðal Selfyssinganna. Eftir átið, leikina, óskiljanlegar reglurnar og vinninga kvöldsins fóru þeir síðustu heim undir morgun. Frí var í skólum þann dag þannig að nemendur gátu sofið úr sér Ofurskálarþreytuna. Það er ljóst að áhugi á ameríska fótboltanum er sífellt að vinna á og reglurnar síast inn með hverju ári!

Nýjar fréttir