-11.4 C
Selfoss

Leikskólamálin rædd í Sveitarfélaginu Ölfusi

Vinsælast

Bæjarstjóri Ölfuss, Elliði Vignisson, mætti á fund fjölskyldu og fræðslunefndar Ölfuss. Þar kynnti bæjarstóri aðgerðaráætlun Ölfuss hvað varðar daggæslu og leikskólaþjónustu árið 2020. Í máli Elliða kom fram að staðan væri heilt yfir nokkuð góð og biðlistar mun styttri en í nágrannabyggðum. Þá kemur fram að vegna fjölgunar íbúa og breyttra þarfa foreldra er þörf á endurskoðun þjónustustigs. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum er lagt til að fimm þættir verði skoðaðir sérstaklega.

Úttekt verður á þjónustu leikskóla og tilgangurinn er að greina styrkleika og veikleika með það að leiðarljósi að styrkja þjónustunetið. Fram kemur að vinna við þetta sé hafin og niðurstöðu sé að vænta fljótlega. Úttektin verður svo veganesti að frekari eflingu þjónustunnar.

Dagforeldrakerfið mikilvægt

Í fundargerðinni kemur fram að litið verði til dagforeldrakerfisins í sveitarfélaginu, en það sé íbúum mikilvægt. Þá er tekið fram að skoða verði sérstaklega þann möguleika að sveitarfélagið beiti öflugu hvatakerfi fyrir dagforeldra og tryggi þannig þann mikilvæga þjónustuþátt. Þær hugmyndir sem reifaðar eru er að niðurgreiðsla verði hækkuð um 30% frá því sem nú er. Þá verði skoðað að húsnæðisstyrkur verði veittur til dagforeldra, veittur verði stuðningur til leikfangakaupa og aðstöðubóta og opnað fyrir umsóknir um styrk til stærri aðstöðubóta eins og kaupa a fjölburavögnum eða leiksvæðum utandyra. Að lokum var nefnt að skoðaðir verði kostir og gallar þess að taka upp heimagreiðslur fyrir þá foreldra sem heldur kjósa þá leið fremur en þjónustu dagforeldra.

Stækkun leikskóla rædd

Fram kemur að bæjarstjórn hafi þegar varið um 20 milljónum á árinu 2020 til hönnunar og 150 milljónum til framkvæmda á árinu 2021. Þá standi vonir til að hægt verið að fjölga leikskólaplássum verulega snemma árs 2022. Þá verði skoðað hvort það sé fýsilegur kostur að opna á ný svokallaða fimm ára deild við leikskólann í húsnæði grunnskólans til bráðabrigða.

 

 

Nýjar fréttir