Fyrsta keppni í Suðurlandsdeildinni fór fram í gærkvöldi þar sem keppt var í parafimi. Keppnin gekk frábærlega og voru sýningarnar hverri annari glæsilegri. Byko gaf glæsileg verðlaun í úrslitum og var með vörukynningu í anddyri Rangárhallarinnar.
Það var par úr liði Byko sem sigraði Parafimi og sýndu þau Brynja Amble Gísladóttir og Árni Sigfús Birgisson glæsilega sýningu bæði í forkeppni og úrslitum. Stigahæsta liðið var lið Húsasmiðjunnar en pör þeirra enduðu í 2. og 3. sæti.
Næsta keppni er fjórgangur og fer hann fram þriðjudaginn 18. febrúar í Rangárhöllinni.
Staðan í liðakeppni eftir fyrstu grein:
Húsasmiðjan 90
Byko 79
Fet / Kvistir 70
Tøltrider 64
Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð 58
Heklu hnakkar 49
Krappi 46
Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær 46
Equsana 37
Heimahagi 35
Ásmúli 14
Fákasel 12