-11.6 C
Selfoss

Inga kveður og Kristín heilsar í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Mikil tímamót voru í Listasafni Árnesinga síðastliðinn laugardag. Þar kvaddi Inga Jónsdóttir, safnsstjóri Listasafn Árnesinga eftir langan og farsælan feril hjá Listasafninu. Þá tók Kristín Scheving formlega við sem safnstjóri Listasafns Árnesinga. Þá var opnuð síðasta sýningin sem Inga kemur að sem safnstjóri.

Þó löndin séu ólík er margt sem sameinar Ísland og Japan

Sýningin er sett upp í samvinu við Sendiráð Japans á Íslandi en sendiherrann, herra Yasuhiko Kitagawa opnaði sýninguna formlega. Sýningin er afar áhugaverð japönsk ljósmyndasýning. Sýningin er unnin að frumkvæði Japan Foundation sem fól einum fremsta ljósmyndagagnrýnanda landsins, Kotaro Iizawa, sýningarstjórnina. Viðfangsefni sýningarinnar er að endurspegla lífið og menninguna í TOHOKU í fortíð, nútíð og jafnvel framtíð, með augum ljósmyndunar, sem mótvægi við þær ljósmyndir sem fóru um heim allan í kjölfar hörmunganna vegna stóra jarðskjálftans 2011. Tohoku er svæðið á norðaustur hluta eyjarinnar Honsu sem er stærsta eyja Japans. Svæðið er búið einstökum og ríkulegum náttúruauðlindum þannig að landbúnaður, fiskveiðar og skógarhögg  blómstrar þar, en þrátt fyrir náttúrugæði sín markast saga Tohoku einnig af erfiðri lífsbaráttu. Ljósmyndarnir eru allir fæddir í Tohoku á árunum 1917 – 1974 og endurspegla því mismunandi tíma, stíla og sjónarhorn. Sýningin hefur verið á ferð um heiminn frá árinu 2012 og ánægjulegt að fá tækifæri til þess að kynna hana hér á landi því þó margt sé ólíkt milli þessara tveggja þjóða, Japan og Íslands, þá er ýmislegt sem sameinar eylöndin tvö, svo sem jarðskjálftar, eldfjöll, heitir hverir og fiskveiðar.

Inga hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir safnið

Það, eins og áður sagði, voru mikil tímamót þegar að Inga steig í pontu og þakkaði viðstöddum fyrir samfylgdina í gegnum tíðina, en hún hefur látið af störfum formlega sem safnstjóri LÁ. Inga hefur þótt farsæl í starfi en það mátti sannarlega merkja á framsögu Helga Haraldssonar, formanns stjórnar safnsins og Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar á laugardag. Þá var m.a. komið inn á það að undir stjórn Ingu hafi safnið hlotið Íslensku safnaverðlaunin árið 2018, en í greinargerðinni kemur m.a. fram að „sú áhersla í sýningarhaldi sem fylgir meginmarkmiði Listasafns Árnesinga um að efla áhuga, þekkingu og skilning almennings á sjónlistum sé til fyrirmyndar. Safnið beitir árangursríkum aðferðum í fræðslu með umræðum og uppákomum, sem bera vitni um metnað, fagmennsku og nýsköpun.“ Viðstaddir þökkuðu Ingu fyrir framlag sitt með dúndrandi lófataki og skáluðu fyrir henni.

Kristín heilsar og fylgir safninu inn í framtíðina

Kristín Scheving nýráðinn safnstjóri LÁ nam myndlist við École Superiéure des Arts Décoratifs de Strasbourg í Frakklandi. Kristín var m.a. verkefnastjóri við Listahátíð Reykjavíkur, deildarstjóri við Vasulka-stofu Listasafns Íslands svo eitthvað sé nefnt. Kristín sagði í ræðu sinni að henni væri sönn ánægja að taka við starfi safnstjóra Listasafns Árnesinga og hefja það með yndislegri ljósmyndasýningu frá Japan. Kristín sagði því næst aðeins frá sjálfri sér en hún er fædd í Reykjavík með sterkar tengingar við Árnessýsluna, en hún dvaldi jafnan hjá ömmu sinni og afa í Uppsveitum Árnessýslu í fríum á unga aldri. Nú er fjölskyldan flutt á Suðurlandið en Kristín býr með fjölskyldu sinni á Eyrarbakka, en þar hafa þau búið sl. 6 ár. Kristín var boðin velkomin af viðstöddum og henni óskað farsældar í starfi.

Nýjar fréttir