7.3 C
Selfoss

Dreifingu fjölpósts hætt á Selfossi frá og með 1. maí

Vinsælast

Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að pósturinn muni hætta dreifingu á ónafnmerktum fjölpósti á Selfossi. Þá mun því  einnig verða hætt á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Akranesi. Þá kemur fram að dreifingu verði haldið áfram á öðrum svæðum og í dreifbýli.

Hefur áhrif á fjölda starfsmanna

Breytingin hefur áhrif á um 40 starfsmenn. Þá verður 30 starfsmönnum sagt upp frá og með deginum í dag, ásamt því að 10 starfsmenn færast til í starfi innan fyrirtækisins. Um er að ræða starfsmenn sem vinna í flokkun og dreifingu á þeim svæðum sem um ræðir. Pósturinn segir að rætt verði við starfsmenn í dag, en ekki verður óskað eftir vinnuframlagi starfsmannanna á uppsagnartímanum. Þá kemur fram að starfsfólki sem missir vinnuna boðinn stuðningur við starfslokin svo sem sálfræðiþjónusta og ráðgjöf við atvinnuleit. Pósturinn hefur tilkynnt uppsagnirnar til Vinnumála-stofnunar, stéttarfélaga og annarra sem hlut eiga að máli.

Sparnaður og minni samlegðaráhrif

Ástæða sem Pósturinn gefur fyrir breytingunum er að í starfseminni verði hagræðing upp á 200. m.kr. á ársgrundvelli. Þá er tekið fram að magn fjölpósts hafi dregist saman á undanförnum árum ásamt fækkun bréfa. Það leiði af sér að minni samlegðaráhrif séu á dreifingu bréfapósts og fjölpósts. „Áður fóru bréfberar í nær öll hús með bréf og því féll það vel að starfseminni að dreifa fjölpósti á sama tíma en nú hefur bréfum fækkað svo mikið að oft fara bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf og því er lítill rekstrargrundvöllur fyrir þessari þjónustu.“

 

 

Nýjar fréttir