-1.1 C
Selfoss

Kínversku ferðamennirnir urðu úti á Sólheimasandi

Vinsælast

Bráðabrigðaniðurstöða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna, karlmanns sem fæddur var 1997 og konu sem fædd var 1999, sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar sl. bendir til að fólkið hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir dagana þar á undan.

Þá er ekki grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað og engin merki eru um aðkomu utanaðkomandi aðila.

Lögregla mun áfram vunna úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekara ljósi á ferðir fólksins á þessum slóðum. Þá kemur fram að endanleg niðurstaða krufningar muni liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum.

Lögregla fundaði með aðstandendum og fulltrúum frá Kínverska sendiráðinu á mánudag sl.

 

Nýjar fréttir