3.9 C
Selfoss

Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut viðurkenningu fyrir ævistarf sitt

Vinsælast

Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut nýverið viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 2020. Sjóðurinn er elsti sjóður Íslendinga sem veitir rithöfundaverðlaun og veitir árlega viðurkenningu til rithöfunda fyrir ævistarf sitt, fremur en fyrir einstök rit. Þetta eru því mikil heiðursverðlaun sem Guðrúnu Evu hefur verið veitt.

Guðrún hefur verið búsett í Hveragerði um árabil og er afkastamikill rithöfundur en hún hefur gefið út 13 bækur frá árinu 1998. Áður hefur Guðrún Eva hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2012 í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur.

Nýjar fréttir