3.4 C
Selfoss

Sterkur sigur á Víkingum

Vinsælast

Selfoss sigraði Víkinga með 13 mörkum, 29-16, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna í kvöld.

Jafnræði var á með liðunum í byrjun og var staðan 4-4 eftir átta mínútna leik. Eftir það kom góður kafli hjá Selfyssingum með nokkrum auðveldum mörkum og var staðan orðin 12-5 eftir átján mínútna leik. Selfoss fór með 7 marka forystu inn í hálfleikinn, 18-11.

Stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik illa og skoruðu aðeins 2 mörk á fyrstu 14 mínútum hans og Víkingsstelpur búnar að minnka muninn niður í sex mörk, 20-14. Leikur Selfyssinga fór batnandi og fékk liðið aðeins tvö mörk á sig síðustu 19 mínútur leiksins. Stelpurnar sigldu því öruggum sigri í höfn, 29-16.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 7/1, Rakel Guðjónsdóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 4/1, Agnes Sigurðardóttir, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 3, Sólveig Erla Oddsdóttir 2, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2, Maja Karadak 2, Elín Krista Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Henriette Østergaard 11 (44%) og Dröfn Sveinsdóttir 3 (60%).

Selfoss er því í en í 3. sæti deildarinnar með 20 stig. Næsti leikur stúlknanna er gegn Fylki, mánudaginn 27. janúar kl. 18:30.

Nýjar fréttir