-8.2 C
Selfoss

Klakastífla í Hvítá fyrir landi Vaðness

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um klakastíflu í farvegi Hvítár.

„Í gærkvöldi fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um að klakastífla væri í farvegi Hvítár fram af landi Vaðness.  Stíflan er sögð loka ós Höskuldslækjar og leggst vatn úr honum nú að sumarhúsabyggð á bökkum árinnar norðanmegin.   Ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið af.   Skv. tilkynningunni hafði tilkynnandinn fyrst orðið þessa ástands var í fyrradag og í gær hafði heldur sjatnað í árfarveginum.   Sveitarstjórar í Grímsnes- og Grafningshreppi, Flóahreppi og í Árborg hafa verið upplýstir um málið og verður staðan skoðuð í dag þegar bjart er orðið.

Í febrúar 2018 kom klakastífla á sama stað og flæddi þá að umræddum sumarhúsum þannig að eitthvert vatnstjón hlaust af.   Sú stífla ruddi sig skömmu síðar.“

Nýjar fréttir