3.9 C
Selfoss

Kaup og sala greiðslumarks í sauðfé

Vinsælast

Innlausn greiðslumarks í sauðfé og úthlutun til þeirra framleiðenda sem óskuðu eftir kaupum hefur farið fram.  Framkvæmdin er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á sauðfjársamningi við endurskoðun hans sl. vetur og tóku gildi með breytingum á reglugerð 1262/2018 þann 19. nóvember sl.

Um úthlutunina gilda forgangsreglur sem tilgreindar eru í fyrrgreindri reglugerð.  Framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 60% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði.  Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa.  Það greiðslumark sem þá er eftir skal boðið öðrum kaupendum sem og þeim aðilum er nutu forgangs, hlutfallslega í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa.

Óskir um innlausn á greiðslumarki voru 97 talsins og er innleysir ríkið greiðslumark samtals sem nemur 6.625 ærgildum.  Óskir um kaup á greiðslumarki voru 182 talsins og var óskað alls eftir 46.493 ærgildum.   Í heildina er hlutfall til úthlutunar  14,2% af óskum um kaup.  Óskir um kaup í forgangshópi nema 39.500 ærgildum og er 3.975 ærgildum ráðstafað til forgangshóps (60%).    Þá var  2.650 ærgildum úthlutað til alls hópsins sem er þá 5,7% af ósk um kaup.

Hver framleiðandi í forgangshópi fær því alls 15,7% af kaupósk sinni úthlutað en framleiðandi í almennum hópi fær úthlutað 5,7% af kaupósk sinni.

Niðurstaða úthlutunar er birt í umsókn hvers og eins á heimasvæði hvers framleiðanda í AFURÐ, greiðslukerfi landbúnaðarins..  Frestur kaupenda greiðslumarks til að ganga frá greiðslu er til og með 14. janúar. Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag er að finna í umsókn viðkomandi í AFURÐ. Ekki er hægt að veita frekari greiðslufrest, þar sem ganga frá bráðabirgðaáætlun um heildarframlög til bænda eigi síðar en 18. janúar nk.

Nýjar fréttir