3.9 C
Selfoss

Kynningarfundum í Öræfum og á Hvolsvelli frestað vegna veðurs

Vinsælast

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Öræfum og á Hvolsvelli á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.

Gert er ráð fyrir að tímasetning standist fyrir kynningarfund sem áætlaður er í Reykjavík mánudaginn 13. janúar næstkomandi en hann verður einnig í beinu streymi á netinu.

Nánari upplýsingar er að finna á viðburðum fyrir fundina á Facebook-síðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Tilkynning frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Nýjar fréttir