-8.3 C
Selfoss

Umferðarslys á Biskupstungnabraut við Myrkholt

Vinsælast

Uppfært:

Slysið virðist, við fyrstu sýn, hafa orðið með þeim hætti að tveimur bifreiðum sem komu úr gagnstæðri átt var ekið framan á hvora aðra. Meiðsli eru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu en alls voru 13 einstaklingar í bifreiðunum, allt erlendir ferðamenn. Þrír einstaklingar, sem eru með alvarlegustu meiðslin, verða fluttir á Bráðamóttöku Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 10 einstaklingar verða fluttir til aðhlynningar á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) á Selfossi. Mikil ísing er nú á vettvangi og biður lögregla vegfarendur um að fara með gát og sýna viðbragðsaðilum tillitssemi við vinnu sína. Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglu eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi á leið á vettvang umferðarslyss á Biskupstunganbraut við Myrkholt. 15 einstaklingar eru sagðir aðilar að slysinu skv. fyrstu tilkynningu og eru fjórir taldir slasaðir en þó ekki alvarlega. Læknir er á vettvangi og að auki er aðstoð frá nærliggjandi stöðum að berast á vettvang. Ljóst er að verkefni þetta mun taka einhverja stund í vinnslu og verða frekari upplýsingar veittar þegar þær liggja fyrir.

Nýjar fréttir