-5.5 C
Selfoss

Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu í bígerð

Vinsælast

Eins og fram kemur í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar er aðgengi að heilbrigðisþjónustu í dreifbýli hér á landi víða takmarkað. Landið er strjálbýlt og vaxandi sérhæfing í bráðameðferð gerir auknar kröfur til þess að bráðveikir og slasaðir komist fljótt á Landspítala. Þessum sjúkraflutningum er núna að mestu sinnt með sjúkrabílum og að nokkru leyti með sjúkraflugvél og björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar. Þessa þjónustu þarf að styrkja segir í minnisblaðinu þar sem lagt er til að ráðist verði í tilraunaverkefni til tveggja ára til að kanna betur grundvöll fyrir rekstri og notkun þyrlu í þessu skyni hér á landi.

Lagt er til að þyrlan verði staðsett á suðvesturhorni landsins þar sem útköll vegna slysa og bráðra veikinda eru tíð og hefur fjölgað mikið á síðustu árum á svæðinu, ekki síst á Suðurlandi þar sem straumur innlendra og erlendra ferðamanna hefur verið mikill og vaxandi. Horft er til þess að með þyrlunni og sérhæfðri áhöfn hennar megi stytta umtalsvert viðbragðstíma í útköllum. Þessi þjónusta myndi jafnframt draga úr fjarveru sjúkrabíla og lækna úr héraði og auka þannig öryggi á hlutaðeigandi svæði. Enn fremur væru sjúkraflutningar með þyrlu á suðvesturhorninu mikil bót fyrir sjúkraflutninga fyrir Vestmannaeyjar sem er stærsta byggð Íslands án tengingar við „fastalandið.“

Nýjar fréttir