-3.4 C
Selfoss

Tónleikar með Unni Birnu, Pétri Erni og Sigurgeiri Skafta á Hótel Örk

Vinsælast

Laugardaginn 21. desember nk. munu Unnur Birna, Pétur Örn og Sigurgeir Skafti halda tónleika á Hótel Örk í Hveragerði. Á tónleikunum mun kenna ýmissa grasa.

Unnur, Pétur og Sigurgeir Skafti hafa verið á fyrirferðamikil þetta árið í íslensku tónlistarsenunni. Bæði varðandi lagaaútgáfu eða tónleikahald víðvegar um landið. Aðspurð segjast þau hlakka mikið til að taka „eitt lokagigg í Hveragerði“ en tríóið hefur reglulega troðið upp í bænum. Í samtali við tónlistarmennina segja þau ekkert hægt að gefa upp að svo stöddu, en mæla með að fólk mæti. „Það kostar ekkert inn og hér verður almenn gleði. Við mætum með hljóðfærin og spilum okkur út í nóttina. Mögulega verða ýmsar óvæntar uppákomur. Það er ekkert annað að gera en mæta og njóta.“

 

Nýjar fréttir