Kvenfélag Villingaholtshrepps kom færandi hendi í hádeginu í dag og færðu bókasafni Flóaskóla veglega bókagjöf að verðmæti 155.480 kr. Af því tilefni hittust nemendur og starfsmenn í Þjórsárveri og haldin var smá athöfn. Tveir nemendur af yngra stigi lásu stuttan texta fyrir hópinn. Fulltrúar frá kvenfélaginu, Ósk Unnarsdóttir formaður og Fanney Ólafsdóttir gjaldkeri, afhendu skólastjóra, Gunnlaug Harmannsdóttir, gjafabréf fyrir bókunum og að þessu loknu sungu allir saman þrjú jólalög undir leiðsögn og píanóspils Eyjólf Eyjólfssonar tónmenntakennara Flóaskóla. Flóaskóli þakkar kærlega fyrir rausnarlega gjöf sem sannarlega á eftir að gleðja litla og stóra lestrahesta og hvetja nemendur til aukins lesturs.