Jólastund Karlakórs Selfoss er fastur punktur í aðventuhaldi margra ef marka má þann fjölda sem lagði leið sína á tónleika kórsins í gærkvöldi. Kirkjan var þétt setin og búið var að opna inn í safnaðarheimilið svo allir fengju sæti. Ókeypis var á tónleikana en gestir gátu gefið frjáls framlög í Sjóðinn góða.
Efnisskráin var að vanda blönduð af hefðbundnu og hátíðlegu efni. Inn á milli voru þó létt og skemmtileg jólalög. Í lok tónleikanna var sungið Heims um ból og gestir tóku undir áður en allir heldu heim á leið.