Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð hjá Rauða Krossinum á Selfossi. Í samtali við Erlu Guðlaugu Sigurjónsdóttur, deildarstjóra hjá Árnessýsludeild Rauða krossins kemur fram að enginn hafi að svo stöddu þurft að nýta sér aðstoðina. Það standi hinsvegar til að opna fjöldahjálparstöð á Borg. Það verkefni sé nú í undirbúningi og fólk frá deildinni sent upp eftir.
Líklegt er að einhverjir séu veðurtepptir eða hafi ekki komist í tæka tíð þangað sem ferð þeirra var heitið. Þeir geta fengið skjól hjá Rauða krossinum.
Húsnæðið á Selfossi er staðsett við Eyrarveg 25.
Nánari upplýsingar eru hér: RKÍ