-8.1 C
Selfoss

Uppplestrarkvöld á Bókakaffinu orðin venja fyrir jól

Vinsælast

Það eru margir sem leggja leið sína á Bókakaffið hvern fimmtudag fyrir jól sem hluta af aðventunni til að njóta þess sem jólabókaflóðið hefur upp á að bjóða. Fimmtudagurinn 28. nóvember sl. markaði upphaf upplestrarkvöldanna sem fram undan eru á Bókakaffinu.  Í húsinu var þétt setið meðan höfundar lásu upp úr verkum sínum. Bjarni Harðarson, bóksali stjanaði við gesti með heitu kakó og rjóma úr héraði meðan á lestrinum stóð. Meðal gesta voru Hildur Hákonardóttir sem las upp úr bók sinni Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú og Sjón las úr skáldsögu sinni Korngult hár og grá augu. Það gerist einhver galdur þegar höfundar lesa sjálfir úr verkum sínum og gæða þau lífi með rödd sinni. Að lestri loknum gafst gestum kostur á að fá bækurnar áritaðar af höfundi. -gpp

Nýjar fréttir