-4.4 C
Selfoss

Hamarskeppendur sigursælir á Unglingamóti HSK í badminton

Vinsælast

Unglingamót HSK í badminton var haldið í Hveragerði sunnudaginn 17. nóvember síðast liðinn. Keppendur voru 29 talsins frá þremur félögum; Dímon, Hamar og Umf Þór. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim. Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 58 stig, Umf Þór var í öðru sæti með 10 stig og Dímon í því þriðja með 5 stig.

Úrslit og fleiri myndir frá mótinu má sjá á www.hsk.is.

Nýjar fréttir