-10.3 C
Selfoss

Sex marka tap í Hleðsluhöllinni

Vinsælast

Selfyssingar töpuðu fyrir FH í Hleðsluhöllinni á mánudagskvöldið með sex mörkum, 31-37. Jafnræði var með liðunum fram á 12. mínútu en þá komust FH þremur mörkum yfir, úr 6-6 í 6-9. Munurinn hélst 2-4 mörk út fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 14-18. Lítið gekk hjá Selfyssingum í seinni hálfleik, FH jók muninn í seinni hálfleik og náðu mest átta marka forskoti. Selfyssingar minnkuðu muninn niður í sex mörk fyrir leikslok en sigur FH-inga var aldrei í hættu. Lokatölur 31-37.

Markahæstur Selfyssinga var Atli Ævar með 10 mörk, Hergeir skoraði 6/4, Haukur var með 4 og Guðni Ingvars 3 mörk. Þeir Magnús Öder, Reynir Freyr og Alexander Már skoruðu allir 2 mörk og þeir Ísak Gústafs og Guðjón Baldur skoruðu sitt markið hvor. Sölvi varði 11 skot (30%) og Einar Baldvin 3 skot (20%).

Næsti leikur hjá strákunum er á laugardaginn gegn ÍR í Austurbergi kl 16.00. Við hvetjum alla til að fjölmenna í Breiðholtið á laugardaginn.

Nýjar fréttir