-10.5 C
Selfoss

Nýr meistaraflokkur kvenna hjá Hamri

Vinsælast

Á dögunum var merkur dagur í sögu Knattspyrnudeild Hamars. Þá fór fram fyrsti leikur Hamars í meistaraflokki kvenna þegar liðið heimsótti Leikni í Breiðholti. Leikurinn tapaðist 0-4, en úrslitin gáfu þó ekki rétta mynd af leiknum. Leikurinn var jafn og fengu allir leikmenn Hamars að spila mínútur í leiknum.

Stór hópur af stelpum frá Suðurlandi hafa verið að æfa reglulega frá því í vor og er mikill hugur í þeim fyrir komandi tímabil. Liðið er skráð til leiks í Lengjubikarinn í vor ásamt því að liðið mun taka þátt á íslandsmótinu næsta sumar.

Markmiðið er að gefa áhugasömum stelpum tækifæri á að spila knattspyrnu við góða aðstöðu og umgjörð í Hveragerði. Einnig að búa til fyrirmyndir fyrir fjölmargar ungar stúlkur sem eru að æfa hjá Hamri. Hamar hefur aldrei áður átt lið í meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Því eru spennandi tímar framundan í Hveragerði og verður gaman að fylgjast með þessu skemmtilega verkefni.

Nýjar fréttir