3.9 C
Selfoss

Jólahurðakeppni í Kerhólsskóla

Vinsælast

Mjög skemmtileg jólahurðasamkeppni fór fram í Kerhólsskóla í síðustu viku þar sem nemendur leikskóla- og grunnskóladeildar kepptust við að skreyta hurðir sínar og setja í jólabúning. Á föstudaginn var skipuð sérstök dómnefnd, sem gekk á milli hurða og valdi þrjár sem fallegustu hurðirnar fyrir jólin 2019. Þennan sama dag var kveikt á jólatrénu við skólann, glæsilegu grenitré, sem kemur frá Snæfoksstöðum. Gengið var í kringum tréð og jólalögin sungin. Það var elsti nemandi leikskóladeildar, Katla Jakobsdóttir, 5 ára og elsti nemandi grunnskóladeildar, Helga Laufey Rúnarsdóttir, 15 ára, sem kveiktu á jólatrénu.

Frétt af vefsíðu Kerhólsskóla

Nýjar fréttir