3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Aðventuhátíð að Laugalandi á sunnudaginn

Aðventuhátíð að Laugalandi á sunnudaginn

0
Aðventuhátíð að Laugalandi á sunnudaginn

Kvenfélagið Eining í Holtum heldur aðventuhátíð að Laugalandi sunnudaginn 1. desember kl. 13-16.

Tombólan vinsæla – engin núll.  Söluborð með ýmsan varning til sölu, tónlistarflutningur, bókakynning o.fl.  Jólasveinar koma í heimsókn og kveikt verður á jólatré. Heitt kakó og vöfflur verða seldar og rennur allur ágóði í Barnasjóð Einingar.

Kvenfélagskonur vonast til að sjá sem flesta og njóta fyrsta sunnudags í aðventu saman.