-7.1 C
Selfoss
Home Fréttir Frá herrakvöldi og skóflustungu

Frá herrakvöldi og skóflustungu

0
Frá herrakvöldi og skóflustungu

Ég vil nota hér tækifærið og þakka knattspyrnudeild UMF Selfoss fyrir ánægjulegt herrakvöld sem haldið var 8. nóvember sl. Kvöldið var eins og veislur gerast bestar, frábærar ræður, góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Ég hlakka til að mæta á næsta ári. Herrakvöld knattspyrnudeildar UMFS er árlegur viðburður og mikilvæg leið til fjáröflunar. Dagurinn var auk þess ánægjulegur fyrir þær sakir að tekin var skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi og íþróttamiðstöð. Hér er á ferðinni metnaðarfullt verkefni sem Selfyssingar hafa beðið eftir árum saman. Hið nýja íþróttahús mun gerbreyta allri aðstöðu til íþróttaiðkunar og nýtast ungum sem eldri, hvort sem er við íþróttir, heilsubótargöngu, sýningar eða tónleikahald. Tímasetning framkvæmdanna er skynsamleg nú þegar hægt hefur á byggingaiðnaðinum og vextir hagstæðir. Íþróttafólk Selfyssinga hefur náð verulega góðum árangri á undaförnum misserum og vakið athygli um land allt. Þetta er ekki síður hvatning til að hleypa þessu mikilvæga verkefni af stað, verkefni sem þjónar ekki bara sveitarfélaginu Árborg heldur Suðurlandi öllu. Til hamingju bæjarfulltrúar og til hamingju íbúar Árborgar.

 

Birgir Þórarinsson

þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.