3.9 C
Selfoss

Hugleiðingar um Grænumarkar-svæðið á Selfossi

Vinsælast

Eins og flestir hafa áttað sig á hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu við Austurveg og Grænumörk í þágu eldri borgara, félagslegar íbúðir sem sveitarfélagið á, íbúðir sem seldar eru til einkaaðila, dagdvöl aldraðra, stórbætt og stækkuð félagsaðstaða í Mörk sem tekin var í gagnið snemma árs 2018 og árið 2016 skrifuðum við undir samkomulag um 60 rýma hjúkrunarheimili við ríkið þar sem sveitarfélagið greiðir yfir 400 milljónir í stofn-kostnaði. Fyrsta skóflustungan er fyrst að fara fram núna en hjá ríkinu ganga hlutir fremur hægt fram en gott verður fyrir svæðið að fá  aðstöðuna í næsta nágrenni við Grænumarkarsvæðið og auka þannig öryggi þeirra sem þurfa vistun sökum heilsubrests. Einn liður í þessari uppbyggingu er að tryggja aðstöðu til afþreyingar og útivistar fyrir ört stækkandi hóp eldri borgara í öllu sveitarfélaginu og ekki síst þeirra sem búa á Grænumarkarsvæðinu. Það liggur beint við eftir að bæjarstórn losnaði undan samningum um húsbyggingu á sýslumannstúninu sem við svo oft köllum í byrjun árs 2018 að eldri hugmyndir um afþreyingar og útivistarsvæði á voru teknar fram. Sterkt ákall er í röðum eldri borgara um að bæta þessa aðstöðu. Því höfum við bæjarfulltrúar D listans lagt fram eftirfarandi tillögu til bæjarráðs sem allir bæjarfulltrúar ættu að geta verið sammála um:

Afþreyingar og útivistargarður á sýslumannstúnið

Bæjarfulltrúar D listans leggja til við bæjarstjórn að skipulagður verði afþreyingar og útivistargarður á sýslumannstúninu á Selfossi. Það er mjög mikilvægt að skapa afþreyingarsvæði í þessum garði sérstaklega vegna mikillar uppbyggingar í og við og í kringum Grænumörkina, þjónustusvæði eldri borgara, þar sem íbúðir eru og félagsstarf fer fram að miklu eða öllu leyti. Til er uppdráttur að skipulagi svæðisins sem inniber mini golf, bekki og hlýlegt umhverfi. Endurskipuleggja þarf fyrri hugmyndir með nútíma áherslur og framtíðar nýtingu í huga með tilliti til afþreyingar og útivistar fyrir eldri borgara sem og aðra sem vilja nýta sér aðstöðuna. Ákveðið var snemma árs 2018 eftir að fyrir lá að fyrri kvaðir um úthlutun lóðarinnar losnuðu að hverfa til fyrri hugmynda um að heppilegast væri að á sýslumannstúninu yrði útbúin afþreyingaraðstaða.

Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi

Nýjar fréttir