-7.3 C
Selfoss

Jólatónar Triolas – Ókeypis jólatónleikar á Suðurlandi

Vinsælast

Í desember mun sönghópurinn Triolas flakka um suðurland og leika á nokkrum tónleikum í kirkjum á svæðinu. Frítt verður á alla tónleikana en frjáls framlög eru vel þegin og hefjast þeir allir klukkan 20:00. Leikin verða ýmis jólalög, gömul og ný í kósý stemningu með píanóundirleik og þrírödduðum söng. Þetta verða ljúfir tónleikar fyrir alla til að slaka á í jólaundirbúningnum, njóta fallegrar tónlistar og heyra lög eins og Dansaðu vindur, Eitt sinn rétt fyrir jólin, Jólakötturinn, Nóttin var sú ágæt ein ofl. ofl.

Triolas samanstendur af þrem einstaklingum sem hafa áratuga reynslu af tónleikahaldi en hafa spilað saman reglulega undir nafninu Triolas síðustu ár við góðan orðstír og lentu meðal annars í öðru sæti í jólalagakeppni Rásar tvö nýverið.

7/12: Þykkvabæjarkirkja (Þykkvabær)
11/12: Jólakvöld Leikfélag Selfoss
14/12: Breiðabólstaðarkirkja (Hvolsvöllur)
15/12: Hrunakirkja (Flúðir)
20/12: Stokkseyrarkirkja
21/12: Þorlákskirkja (Þorlákshöfn)
23/12: Leikfélag Selfoss

Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Triolas (www.facebook.com/triolasmusic) og á netfanginu triolasmusic@gmail.com.

 

Nýjar fréttir