3.4 C
Selfoss

Ert þú á þinni réttu hillu? Hún er þarna einhversstaðar

Vinsælast

Hjónin Stefán Hermansson og Arnfríður Einarsdóttir reka gallerí niður á Stokkseyri sem ber nafnið Gallerí Stokkur. Þar er vinnustofa þeirra hjóna og einnig bjóða þau listamönnum að sýna í húsnæðinu. Þau hafa komið sér þægilega fyrir á vinnustofunni og rétta mér kaffibolla og Stefán segir: „Eigum við ekki bara að drífa í þessu.“ Blaðamaður kinkar kolli. Fljótlega bregður Arnfríður sér fram og við Stefán höldum spjallinu áfram.

Sagan þeirra er um margt falleg og áhugaverð og óhætt að segja að Stefán hafi fundið að lokum sína réttu hillu í lífinu. Okkur hinum áminning um að aldrei sé of seint að hefja nýjan kafla.

Vilja opna húsið fyrir sem flestu

„Við ákváðum að opna hér gallerí og vera með allskonar viðburði. Tónleika, fyrirlestra, námskeið, dans, tónlist og allt sem er skemmtilegt. Þetta gallerí er listamannsrekið gallerí sem er ákveðinn staða fyrir gallerí. Okkar markmið er að vera með sýningar, þar sem við fáum að sjá það nýjasta sem er að gerast í myndlist hverju sinni. Myndlist birtist ekki bara í málverki hún er líka video, skúlptúrar, gjörningar ofl.  Einnig langar okkur til að fá samfélagið hérna inn. Af því að það eru merkilegir hlutir sem eiga sér stað í samfélaginu hér við ströndina. Fólk er að gera marga góða hluti hér og þar. Okkur langar einhvern veginn að brúa þetta bil á milli akademíunnar og þjóðlegra hefða, segir Stefán. Það er auðséð og heyrt að þau langar til  að samfélagið eignist pláss hjá þeim rétt eins og þau hafa fengið pláss í samfélaginu. „Það hefur verið tekið svo vel á móti okkur hér og við erum þakklát fyrir það. Það skiptir okkur svo miklu máli að finna velvildina sem er hér allt í kringum okkur.“

Var aldrei góður húsasmiður

Samtalið berst svo að því hvað Stefán hefur starfað lengi sem listamaður. „Ég kláraði Listahálskólann 2018 sextíu ára. Þá var Arnfríður búin að reikna út að hún færi á eftirlaun um það leyti. Þá ákváðu þau að flytja alfarið hingað austur og opna gallerí. „Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara í Listaháskólann, segir blaðamaður og sleppir að segja; kominn á þennan aldur, Stefán grípur það og segir: „Svona gamall meinarðu?,“ og brosir. „Ég var húsasmiður en hafði aldrei gamann af því segir Stefán með sinni rólegu röddu. Ég bara vann við það. Mig langaði alltaf að vera listamaður því ég hafði svo mikla sköpunarþrá og teiknaði mikið. Þetta kom þó ekki til fyrr en í hruninu. Ég var eiginlega heppinn má segja.“

Hrunið og sársaukinn varð lykillinn að nýju lífi

„Ég lenti eins og margir í Hruninu. Ég missti frá mér fyrirtækið og eiginlega allt. Ég hrundi niður andlega og líkamlega, það var mjög erfitt. Ég mældi göturnar. Prófaði að fara í vinnu en fann bara að ég gat alls ekki verið þar vegna vanlíðanina. Það kom svo upp hjá mér að prófa að sækja um í Mynlistarskóla Reykjavíkur. Ég féll á fyrsta inntökuprófinu en náði því næsta, þá var ég ekki jafn stressaður. Bekkjafélagar mínir voru á aldrinum 18-25 ára en fljótlega þurkaðist þessi aldursmunr út, þau tóku mér vel,“ segir Stefán og brosir. „ Ég hlakkaði til að mæta á hverjum morgni og gat ekki beðið eftir því að nýr dagur kæmi. Ég drakk í mig námið og lauk því með stúdentsprófi. Þá fékk ég inngönngu í Listaháskóla Íslands og kláraði það 2018.“ Í samtali okkar kemur fram að Stefán segist vera heppinn að hafa lent í Hruninu og vaknað. Peningar skipti hann litlu máli í dag, þeir séu svo lítils virði. „Það skiptir öllu máli að vera hamingjusamur og líða vel. Gera það sem manni langar til að gera og leyfa sér að vera til. Lifa ekki lífinu í ótta eða hræðslu.“ Þegar Stefán lýsir þessari reynslu er ekki laust við að maður sjái gleðina bærast innra með honum. Gleðina yfir því að loksins finnast hann vera kominn á þann stað í lífinu sem honum var ætlað. Það er ein setning sem Stefán segir oft og grípur mann: „Þetta er bara svo gaman,“ og dregur seiminn.

Umhverfið og náttúran allt um kring

Aðspurður að því hvort náttúran og umhverfið hafi áhrif á sköpunina segir Stefán. „Auðvitað. Hún er hér allt um kring og umlykur okkur. Hér fáum við hugmyndir og kraft til að skapa. Þorpin eru einstök, innviðir þeirra eru fábrotnir, fólkið hjálpast að og stendur saman. Þorp er sérstakur menningar kimi. Það er ekki allt á svæðinu og við erum aðeins út úr. Það skapar ákveðia stemningu sem mér finnst mikilvægt að við varðveitum.“ -gpp

Nýjar fréttir