3.4 C
Selfoss

Þjóðlegt Skötukvöld í Íþróttahúsinu á Hellu

Vinsælast

Hefð er orðin fyrir að halda skötuveislu í íþróttahúsinu á Hellu í  aðdraganda jólaundirbúnings.   Í ár verður skötuveislan haldin föstudagskvöldið 22. nóvember og hefst kl. 20.00.  Allir velkomnir.  Það er nú í sjötta sinn sem hópur fólks  stendur að veislunni en ágóðinn  rennur til uppbyggingar á félagssvæði hestamanna á Rangárbökkum og undirbúnings Landsmóts hestamanna á Hellu 2020.

Að venju stendur matseðill kvöldsins saman af, skötu, saltfiski, plokkfiski, kartöflu, rófum að ógleymdri hamsatólginni. Í eftirrétt er að venju ábrestir frá Helluvaði.

Góður matur og fjölbreytt skemmtidagskrá.  Gestir ganga í salinn við undirspil Ella í Vatnsdal, ræðumaður kvöldsins er hinn landkunni Bjarni Harðarson bókaútgefandi á Selfossi og heiðursgestur að þessu sinni Þuríður Sigurðardóttir, hestamaður, söngkona og listamaður. Þuríður mun syngja fyrir okkur nokkur lög.

Ásmundur Friðriksson mun að venju stýra happadrætti þar sem fjöldi vinninga er í boði og af ýmsum gerðum og stærðum,  miðaverði verður að sjálfsögðu stillt í hóf!

Að endingu mun Eiður Kristinsson halda uppi stemmingunni og við munum syngja saman fram eftir kvöldi.

Miðaverð kr. 5.000 . Forsala aðgöngumiða er í s: 861 0226. Einnig er hægt að bóka miða á netfanginu rangarhollin@gmail.com.

Miðasala fer einnig fram við innganginn en létta má fyrir miðasölunni með því að greiða fyrir fram inn á reikning: 0308-13-110146, kt. 250867-4769.

 

Fjölmennum í íþróttahúsið á Hellu föstudagskvöldið 22. nóvember nk. og eigum góða kvöldstund saman og styrkjum gott málefni í leiðinni.

Undirbúningshópur Skötuveislunnar á Hellu.

Nýjar fréttir