3.9 C
Selfoss

Alvarlegt umferðarslys við Viðborðssel í Hornafirði

Vinsælast

Lögregla og sjúkraflutningamenn eru nú við vinnu á vettvangi alvarlegs umferðarslyss á Þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið. Slysið var tilkynnt til neyðarlínu um kl. 17:30 og er vegurinn nú lokaður allri umferð en unnt verður að hleypa henni framhjá vettvangi með umferðarstjórnun mjög fljótlega. Rannsókn mun hinsvegar taka töluverðan tíma og því má búast við umferðartöfum á vettvangi fram eftir kvöldi.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa er á leið á vettvang ásamt tæknideidarmönnum Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins til vinnu við vettvangsrannsókn.

Frekari upplýsingar um málið verða ekki veittar að sinni segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Nýjar fréttir