-10.5 C
Selfoss

Hveragerði fær styrk til uppsetningar á þráðlausu neti

Vinsælast

Hveragerðisbær hefur hlotið 15.000 Evrur í styrk til uppsetningar á þráðlausu neti í almenningsrýmum bæjarins úr sjóði WIFI4EU.

Sveitarfélögum í Evrópu hefur staðið til boða að sækja um styrki fyrir þráðlaust net í almenningsrýmum hjá Evrópuverkefninu WiFi4EU. Verkefninu er ætlað að auka aðgengi íbúa og gesta að þráðlausu neti á opinberum stöðum í sveitarfélögum í Evrópu.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, sendi inn umsókn fyrir hönd Hveragerðisbæjar í haust og var sveitarfélagið eitt þeirra sem var valið til þátttöku í verkefninu sem snýr að uppsetningu þráðlausu neti í almannarýmum svo sem í almenningsgörðum, söfnum og á öðrum stöðum þar sem almenningur kemur saman. Auk Hveragerðisbæjar hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður einnig styrk úr sjóðnum að þessu sinni og þar með hafa fimm sveitarfélög á Íslandi hlotið styrki frá WIFI4EU til að auka aðgengi að þráðlausu neti.

Að þessu sinni voru 42 milljónir evra til skiptanna, en hver styrkur nemur 15.000 evrum. Mun styrkur þessi nýtast vel til að bæta aðgengi íbúa en ekki síst gesta sem til bæjarins koma að þráðlausu neti.

 

Nýjar fréttir