7.8 C
Selfoss

Frystikistu rænt úr vegarkanti

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir upplýsingum um frystikistuþjófa sem tóku ófrjálsri hendi frystikistu sem stóð í vegarkanti. Málið kom þannig til að vegfarandi um Skeiðaveg varð fyrir því óláni að frystikista féll af palli bifreiðar hans og hafnaði fyrir utan veg. Á meðan eigandinn sótti sér mann til að aðstoða við að koma kistunni aftur upp á pallinn hafði óprúttinn aðili fjarlægt fyrstikistuna.

Um var að ræða 311 l frystikistu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kistan er niður komin eru beðnir um að vera í sambandi við Lögregluna á Selfossi.

Nýjar fréttir