7.8 C
Selfoss

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

Vinsælast

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun en ráðherra umhverfis- og auðlindarmála ákvarðaði að veiðitímabilið yrði frá 1. nóvember til 30. nóvember. Leyft er að veiða fimm daga í hverri viku, frá föstudögum til þriðjudaga. Veiðibann er miðvikudaga og fimmtudaga. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum og veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.

Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér þær reglur sem snúa að veiðilendum og hvar nálgast má rjúpurnar. Veiðiverndarsvæði verður áfram á SV-landi líkt og undanfarin ár.

Þá er rétt að minna veiðimenn á að fá leyfi landeiganda fyrir veiði í þeirra landi. Það er skylda veiðimanns að kynna sér hvar hann má veiða og hvar ekki.

 

Nýjar fréttir