2.3 C
Selfoss

Skóflustunga að nýju 650 íbúða hverfi í Bjarkarstykki

Vinsælast

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að fyrsta áfanga í nýju byggingarlandi í Árborg, Bjarkarstykki. „Hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýju 650 íbúða hverfi sem mun rúma 2000 manns. Þetta verður blönduð byggð með fjölbýli, einbýli, rað- og parhúsum. Hér mun svo rísa skóli í miðju hverfinu, Björkurskóli. Framkvæmdin kostar í heildina rúma tvo milljarða. Þessi áfangi er rúmlega 600 milljónir,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg. Aðspurður um hvenær lóðirnar verði auglýstar segir Tómas: „Það verður vonandi núna um helgina sem þær verða auglýstar lausar til umsóknar.“  Áætlað er að jarðvinna við áfangann sem nú er verið að vinna verði lokið árið 2021. „Þessar fyrstu lóðir verða þó orðnar byggingarhæfar í maí á næsta ári.“ Spurður um hvort þeir hafi fundið fyrir eftirspurn eftir lóðunum segir Tómas: „Það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum lóðum og menn bara bíða eftir því að þær fari í úthlutun. Það eru afar spennandi tímar sem við erum að upplifa hér í sveitarfélaginu,“ segir Tómas Ellert að lokum.

 

 

Nýjar fréttir