3.9 C
Selfoss

Spá mikilli hálku á morgun

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi bendir á og ítrekar aðvaranir Veðurstofu Íslands varðandi veðurskilyrði í kvöld, nótt og fyrramálið.

Búast má við frostrigningu á Suðurlandi, þá sérstaklega á vegum austan Hellisheiðar að Hvolsvelli sem og í uppsveitum. Við þessar aðstæður má búast við mikilli ísingu sem ekki er endilega sýnileg með berum augum. Biðjum við vegfarendur að huga vel að þessu hvort sem þeir eru akandi eða gangandi og halda ekki af stað nema á viðeigandi hjólbörðum eða skófatnaði.

Nýjar fréttir