-6.6 C
Selfoss

Ungmennaráð Suðurlands hefur senn stafað í þrjú ár

Vinsælast

Ungmennaráð Suðurlands hefur starfað frá árinu 2017 og hefur vakið eftirtekt víða m.a. hjá öðrum landshlutasamtökum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ungmennaráð eru starfandi hjá flestum sveitarfélögum á Suðurlandi og öll eiga þau sæti fyrir sinn fulltrúa í Ungmennaráði Suðurlands.

Ungmennaráð Suðurlands er fyrsta ráð sinnar tegundar sem stofnað var á Íslandi. Það kemur saman a.m.k. tvisvar á ári og notar auk þess samfélagsmiðla til að vinna saman á milli funda. Ráðið fundar einu sinni á ári með stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og hefur það samtal haft góð áhrif á ýmis verkefni. Ráðið er að fullu fjármagnað af samtökunum og hafa fulltrúar ráðsins komið beint að ýmsum verkefnum á vegum samtakanna. Má þar nefna að allir aðalmenn í ráðinu tóku þátt í samráðsfundinum um Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024  s.l. vor og höfðu þannig bein áhrif á mörkun stefnu sóknaráætlunar fyrir landshlutann. Fulltrúar úr ráðinu eiga einnig sæti í tveimur nefndum á vegum samtakanna, samgöngunefnd og nefnd um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Ráðið hefur komið beint að áhersluverkefnum sóknaráætunar Suðurlands og má þar nefna gerð handbókar um ungmennaráð fyrir ungmenni, kjörna fulltrúa og starfsfólk sem vinnur með ungmennum. Á heimasíðu SASS má finna nánari upplýsingar um handbókina og Ungmennaráð Suðurlands, þar eru einnig hagnýtar upplýsingar og fundagerðir ráðsins. Fulltrúar í ráðinu hafa frá stofnun þess flutt erindi á ársþingi SASS og sagt frá störfum ráðsins á liðnu starfsári og hvað sé framundan. Á næsta ársþingi samtakanna, sem fram fer á Hótel Geysi 24.-25. október, fer nýkjörinn formaður ráðsins Nói Mar Jónsson og varaformaður ráðsins Sólmundur Magnús Sigurðarson en ný stjórn ráðsins var kjörin í byrjun október 2019. Í stjón ráðsins situr einnig Halla Erlingsdóttir ritari ráðsins.

Guðlaug Ósk Svansdóttir

Verkefnastjóri Ungmennaráðs Suðurlands

 

Nýjar fréttir