-0.5 C
Selfoss

Allt á fullu við undirbúning söngkeppni NFSU sem fram fer í kvöld

Vinsælast

Spennustigið í íþróttahúsinu Iðu fer hækkandi eftir því sem líður á daginn. Allar hendur eru á dekki við að undirbúa einn af stærri viðburðum Fjölbrautaskóla Suðurlands þessa stundina. Það verður dúndrandi stemning í húsinu í kvöld og einir 10 listamenn stíga á stokk og etja kappi um sætið sem tryggir vinningshafanum keppnisrétt í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður næsta vor.

Í tilkynningu segir að keppnin hefjist kl. 20 en húsið opnar kl. 19.

Keppendur kvöldsins verða eftirfarandi:
-Eyrún Bríet Baldvinsdóttir
-Aldís Elva Róbertsdóttir
-Hanna Tara Björnsdóttir
-Ástrós Perla
-Íris Arna Elvarsdóttir
-Helga Sonja
-Aron Birkir Guðmundsson
-Þórey Hekla
-Stefán Orri
-Lilja Rós Júlíusdóttir og Þrúður Sóley (Dúett)

Dómnefndin í ár:
Einar Bárðarson
Karl Hallgrímsson
Aðalheiður Helgadóttir
Guðbjörg Grímsdóttir
Jón Karl Sigurðsson

Kynnar kvöldsins verða ekki af verri endanum og eru það Gunni og Felix sem fá það verkefni að halda utan um dagskrá kvöldsins.

Dansstúdíó World Class, trúðurinn Wally og Jakob Birgisson (meistari Jakob) ætla að hafa að ofan fyrir áhorfendum milli atriða og í dómarahléi.

Nýjar fréttir