-4.4 C
Selfoss

Syngjum með okkar nefi

Vinsælast

Tónar og Trix, tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn hefur verið starfandi síðan árið 2007 og er því 12 ára í ár. Nú um þessar mundir erum við í sérstöku átaki við að fá til liðs við okkur nýja félaga. Eins og gengur þá verða óhjákvæmilega afföll í hópnum þar sem hann samanstendur af fólki á aldrinum 60-90 ára og höfum við misst marga góða félaga síðustu misseri. En þetta er víst gangur lífsins og við höldum ótrauð áfram að hittast vikulega til þess að syngja og það gerum við öll með okkar nefi. Tilgangurinn með starfi Tóna og Trix er fyrst og fremst að hittast, hafa gaman og skella okkur einstaka sinnum svolítið út fyrir þægindarammann því allir hafa jú gott af því svona öðru hverju. Það geta allir verið með sem vilja og við gerum enga kröfu um að fólk hafi reynslu af söng, það geta allir sungið jafnvel þó röddin sé orðin hrjúf og öðruvísi en hún var fyrir einhverjum áratugum síðan, það er bara meiri sjarmi sem fylgir því. Lagavalið er fjölbreytt og skemmtilegt. Æfingarnar eru á miðvikudögum kl. 16.30-17 í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og við viljum bjóða nýja félaga alveg sérstaklega velkomna, sama hvar þeir búa, það eru allir velkomnir!

Ása Berglind, stjórnandi Tóna og Trix. 

 

 

Nýjar fréttir