3.9 C
Selfoss

Marín Laufey tekur forystu á Íslandsmótinu í glímu

Vinsælast

Sannkölluð glímuhátíð var haldin á Ísafirði þann 12. október sl. í tilefni af 100 ára afmæli Ksf. Harðar. Fyrst var keppt á barnamóti sem var til minningar um Hermann Níelsson. Að lokinni keppni á Minningarmótinu um Hermann var afmæliskaffi en að því loknu hófst keppni í 1.umferð í meistaramótaröð GLÍ en mótið var tileinkað Guðna Kóngabana.

Marín Laufey Davíðsdóttir var eini keppandi HSK á mótinu, en hún keppti í opnum flokki kvenna og +70 kg flokki kvenna. Hún glímdi samtals átta glímur í þessum flokkum og vann sjö glímur og gerði eitt jafnglími. Hún hefur því tekið forystu í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í glímu.

Fegurðarverðlaun voru veitt í karla- og kvennaflokki til minningar um Guðna kóngabana en þau hlutu Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Marín Laufey Davíðsdóttir.

Önnur umferðin í mótaröð GLÍ verður haldin á HSK svæðinu 9. nóvember nk.

Nýjar fréttir