-1.1 C
Selfoss

Lesendabréf frá Brimveri-Æskukoti

Vinsælast

Blaðinu barst lesendabréf frá Brimveri-Æskukoti sem eru leikskólarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri. Krakkarnir hafa verið ötulir í að halda umhverfi sínu snyrtilegu og hvetja nú aðra til hins sama. Bréfið má lesa hér að neðan:

Kæru Eyrbekkingar og Stokkseyringar

Nú vorum við á Brimveri-Æskukoti að tína mjög mikið af rusli í þorpunum. Okkur fannst alltof mikið af rusli, sérstaklega sígarettum og töppum og nammi bréfum. Við viljum biðja ykkur um að hjálpa okkur að halda þorpunum hreinum og rusl lausum og ekki henda rusli út í náttúruna og götuna og sjóinn heldur bara í ruslatunnuna. Það væri frábært ef þið mynduð styðja okkur í því.

Nemendur Brimvers-Æskukots

 

Nýjar fréttir