Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans heldur tónleika í Skyrgerðinni Hveragerði
Fimmtudagskvöldið 10.10.2019.
Hljómsveitin leikur Balkantónlist sem er þjóðlagatónlist frá Búlgaríu, Makedóníu, Tyrklandi og Grikklandi. Balkantónlist er gríðarlega fjörug, tilfinningarík og dulúðleg á köflum.
Hljómsveitin á tíu ára afmæli á næsta ári og hefur leikið á yfir 300 viðburðum á Íslandi, Færeyjum og Makedóníu við frábæran orðstír, gefið út tvo geisladiska og einn DVD disk frá tónleikum í Eldborg 2015. Nú er um að gera fyrir Sunnlenndinga að reima á sig dansskónna og gíra sig upp í tryllta gleði á Skyrgerðinni þetta kvöld.
Hljómsveitina skipa þeir: Haukur Gröndal: klarinett, Ásgeir Ásgeirsson: ýmis Austræn strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jónsson: bassi og Erik Qvick: slagverk.