7.3 C
Selfoss

Líf og fjör á loppumarkaði á Selfossi

Vinsælast

Fjöldi fólks leit við á loppumarkaðinum Nýtt líf, sem haldinn í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz var á Selfossi. Þar mátti finna barnaföt, húsbúnað og fleira. Í samtali við Elínborgu Telmu Ágústsdóttur kemur fram að öll borð hafi selst upp og þær sem standi að markaðnum séu hæst ánægðar með viðtökur. Gestir á markaðnum gerðu sumir góð kaup. „Ég nældi mér hér í skó og sokka fyrir þann yngsta á mjög góðu verði, nánast ónotað. Þá er ég að hugsa um að kaupa þessar ullarbuxur fyrir veturinn.“

Nýjar fréttir