Búrhvalurinn sem rak á fjörurnar skammt austan við Þorlákshöfn dregur að sér forvitni ferðalanga. Ekki nenna þeir allir að ganga að hræinu heldur freista þess að fara á bíl í gljúpum sandinum. Það verður svo til þess að bíllinn sekkur og festist. Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka hefur aðstoðað við að losa bílana af kviðnum en þar á bæ biðja menn þá sem hyggjast skoða hræið að reima á sig skóna og ganga að hvalnum í stað þess að eiga á hættu að festa þar bíla sína með tilheyrandi vandræðagangi sem fylgir því að draga þá upp.