Ölfus semur við Íslenska Gámafélagið um útflutning á sorpi. Á vefsíðu Elliða Vignissonar kemur fram að „samningurinn tryggi að allt sorp frá heimilum í sveitarfélaginu fari nú til endurvinnslu og ekkert sé urðað, fari til spillið og umhverfisáhrif lágmörkuð.“
Ölfus hefur í nokkur misseri unnið að innleiðingu á fjögurra þrepa flokkun þar sem flokkað er í sundur endurvinnsluhráefni, lífrænn úrgangur og svo óflokkað. Endurvinnsluhráefni hafa farið til endurvinnslu og lífrænn úrgangur í jarðgerð. „Út af borðinu hefur staðiðþað sem snýr að „óflokkaða sorpinu“. Með undirrituninni tryggjum við að óflokkaða sorpið fari í kjölfarið til sorporkuvera erlendis sem nýta það til að búa til rafmagn og varma til húshitunar. Þar með leggjum við einnig aflarið af urðun á sorpi, í bili að minnsta kosti,“ segir Elliði.
Pistilinn má lesa hér.